Svineriget i øst!

Ég fór í afmælismat til Ragnheiðar í gær og fékk franskar pönnukökur með skinku, hvítlaukssósu og fleiru, mmm rosalega gott! Svo þegar við vorum að fara að fá okkur eftirrétt byrjaði dokumentar á DR1 í sjónvarpinu um Dani sem eru með svínabú í Póllandi og Úkraínu og eru að brjóta fullt af heilbrigðislögum:
"Danske landmænd i udlandet producerer svin med metoder, som dansk landbrug officielt har lovet at holde sig fra på grund af sundhedsrisiko for forbrugerne.
Produktionen sker fra kæmpefarme i Østeuropa, som er etableret med økonomisk støtte fra den danske stat. En del af kødet sendes til Danmark og sælges i danske butikker."
Þeir eru víst að dæla einhverjum lyfjum í svínafóðrið og það getur leitt til þess að þeir sem borða kjötið verði ónæmir fyrir ýmsum sýklalyfjum, til dæmis fyrir lyfi við salmonellu.
Það fór smá ólga um magann á mér þar sem skinkan sem við vorum að renna niður er einmitt framleidd úr kjöti frá þessum svínabóndum!!!
Ég kaupi aldrei aftur skinku frá Coop Extra!
13 Comments:
At 3:43 AM,
Hildur said…
Ekki gott mar..... sérstaklega þegar maður er búin að njóta góðs matar og svo fá þessar fréttir ömó!
At 4:27 PM,
Dis said…
Ojj
At 7:50 PM,
ErlaHlyns said…
Bara taka mig sér til fyrirmyndar og sleppa því að borða skinku ;)
Hér fást mikið af hreinlætisvörum og slíku frá Coop Extra en ég held að það sé ekki hægt að fá mat frá þeim hér á Klakanum.
At 5:04 AM,
Thorgerdur said…
Mar spyr... hvar fá þeir þessi sýklalyf til að dæla í greyið dýrin?! susss, hlýtur að vera töluvert magn.
Er annars búin að komast að því að þessi setning blívur: "íslenskt já takk!"... (varðandi ýmislegt annað líka ;o)
At 11:23 AM,
Thorgerdur said…
P.s. Gaman að heyra í þér áðan! :)
At 2:03 PM,
Anonymous said…
hæhæhæhæhæhæhæhæhæhæhæhæhæhæhæhæhæ
Hildur flott síða kvitta í gestó=0}
kv.Klara(malla mús)
At 1:30 AM,
Anonymous said…
Hæ Hildur mín, loksins get ég skrifað í gestabókina þína ;o) alveg frábært að þú sért farin að blogga, líst vel á og gaman að geta kíkt á þig í Danmörku með kaffibolla við hönd. Í guðs bænum passaðu þig á þessu kjötdrulli þeirra!!
At 10:58 AM,
Lilja said…
Hæ Hildur og frábært að fá fréttir frá þér á þessu bloggi!
Í guðanna bænum vertu ekki að sniglast mikið fyrir framan Jyllandsposten, mér finnst agalegt að heyra að kollegið þitt sé þar beint á móti!!!! Það er svoddan múgæsing í gangi, pas paa!!
At 10:59 AM,
Lilja said…
eða er það ekki pass på? Er að rugla með (ne) pas úr frönsku :D
At 4:59 AM,
Hildur said…
Á ekkert að fara að blogga meira???
bara hætt að skrifa eitthvað!
Er að fara til London á morgun yfir helgina ef þú vildir vita það :)
bara á faraldsfæti.
Og Guðný kom heim á þriðjudaginn öllum á óvart!
kv. HH
At 1:50 AM,
Anonymous said…
Hae hae!! Takk fyrir sídast thótt thetta hafi nú ekki ordid löng ferd :) Rosalega gaman ad koma til ykkar!
Heyrumst...
At 1:57 PM,
Anonymous said…
hæ Hildur, hvað segir þú gott?
Ég fékk rosalega flottar gjafir á afmælinu mínu. Og gjöfin frá þér var svakalega súper túber flott.
Hef ekki meira að segja.
Nema muna að kvitta í gestó :o)
kv. malla mús
At 11:21 AM,
Anonymous said…
hæ hæ sæta frænka. Gaman að sjá bloggið þitt :-)
Við stórfjölskyldan biðjum að heilsa.
Kv Gígja og co
Post a Comment
<< Home