Hildur í Baunalandi

Sunday, March 12, 2006

Fastir liðir eins og venjulega...

LÍfið gengur sinn vanagang hér í Árósum, læra, borða, sofa, kaffihús...

...reyndar var mér og fleirum úr sálfræðinni boðið á föstudaginn að hitta íslenska konsúlinn hér í Árósum og Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í DK. Sendiherrann vildi vita hvað við værum að gera, hvernig okkur líkaði veran hér, hvaða Íslendingafélög væru hér í Árósum og hvort við höfðum yfir einhverju að kvarta. Verð að viðurkenna að ég varð fyrir pínu vonbrigðum með veitingar, var búin að gera mér vonir um að á boðstólnum yrði Nóa Konfekt eða einhvað annað íslenkt, en varð að sætta mig við erlendar veitingar, sem voru reyndar mjög góðar ",
Í gær fór ég svo með Hrefnu, Ragnheiði, Gumma og Eddu á Walk the Line, myndina um Johnny Cash og June Carter. Mæli með henni!

Hef ekkert meira að segja í bili,

Yours truly,
Hildur

3 Comments:

  • At 3:36 AM, Blogger ErlaHlyns said…

    Algjört hneyksli að fá ERLENDAR veitingar :/ Pakk! Ég hefði sko sagt;: Hingað og ekki lengra!

     
  • At 5:12 AM, Blogger Thorgerdur said…

    Gaman að fá nýja færslu frá þér skvís!
    Fór einmitt á Constant Gardner um daginn... mæli svakalega vel með henni! Þrusu mynd... og ég fékk alveg flashback í fátækrahverfin í Nairobi!!!
    Gangi þér vel í lestrinum :) Bið að heilsa Rönku.

     
  • At 12:36 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já Hildur ég hefði labbað út og sagt þið getið átt ykkur víst ég fæ ekki eitthvað íslenskt já takk! Hahahah. Ég á eftir að fara að sjá Walk the line en mig langar alveg ógeðslega mikið til að sjá hana en það eru bara allir búnir að sjá hana þannig ég verð bara að taka hana á video. En ég er annars búin að sjá Brokeback Mountain og Constant Gardner báðar ótúrlega góðar.
    Kveð í bili bið að heilsa öllum Hildur

     

Post a Comment

<< Home