Hildur í Baunalandi

Wednesday, March 15, 2006

Hovedrengøring... ",

Ekkert að frétta frekar en fyrri daginn.
Það var "hovedrengøring" á Kollegie-inu mínu í dag.
Allt tekið í gegn og þrifið, kaffivélar afkalkaðar, gólfin bónuð, frystar afþýðaðir, og svo videre...!

Ég átti að þrífa aðra eldavélina og ryksuga sófana. Það var nú lítið mál, þar sem ég þreif sömu eldavél fyrir rúmri viku síðan. Krakkarnir á hæðinni minni eru nefninlega svo mikil hreingerningarfrík að það er eiginlega gerð hovedrengøring í hverri viku. Í hverri viku eru tveir með køkkenvagt og tveir með ovenvagt og allt er tekið í gegn og þrifið vel og vandlega, kaffivélar afkalkaðar, eldavélar og örrarar þrifin, allt skúrað og skrúbbað. Þetta er sko ekki svona á öðrum hæðum á Kollegie-inu!

Eníveis, vildi bara deila þessum óþarfa upplýsingum með ykkur,

yours truly,
Hildur

8 Comments:

  • At 5:19 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þú skalt nú bara prísa þig sæla fyrir að búa með svona ofvirku hreingerningafólki..!!

     
  • At 9:02 AM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    já, það er eiginlega skárra en hitt, að búa með algjörum sóðum!

     
  • At 12:48 AM, Anonymous Anonymous said…

    Það er einmitt skemmtilegast að lesa svona "óþarfa" upplýsingar ;o) En þú ert nú svo sem ekkert óvön því að búa með hreingerningafríkum er það?

     
  • At 4:08 AM, Blogger Dis said…

    ég er forvitin um það hvernig þau fara að því að afkalka kaffivélarnar. Mín er öll í kalki.

     
  • At 6:44 AM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Maður kaupir sérstakan afkölkunarlög sem maður blandar saman við vatn og setur það í vélina eins og maður væri að fara að búa til kaffi og setur hana af stað. Þegar það er farið í gegn seturðu hreint vatn í vatnshólfið og setur vélina af stað ca 2-3 sinnum til að hreinsa hana.

    með kveðju,
    Heimilisráð Hildar

     
  • At 4:29 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég ætlaði bara að segja að hún systir þín hlýtur að vera ánægð með þetta framtak, þú búin að alast upp við þetta hjá henni frá blautu barnsbeini ;) múhahaha

     
  • At 7:23 AM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Já, það er eins gott að ég hef reynslu af hreingerningarfríkum eins og Björg orðaði það. Annars hefði ég kannski bara fengið taugaáfall.

     
  • At 2:10 PM, Blogger Thorgerdur said…

    Aldeilis hreingerningaræði! Ekki er ég svona öflug...
    En ég sé að þú ert duglegri að blogga en ég! Askolli ertu öflug!

     

Post a Comment

<< Home