Hildur í Baunalandi

Monday, April 03, 2006

Var að koma af køkkenmøde, sennilega því síðasta áður en ég flyt. Djöfull er gaman að vera farin að skiilja allt tuðið í liðinu sem ég bý með.
Það er ótrúlegt hvað Danir geta talað mikið um ekkert. Þetta leit út fyrir að vera ofur stuttur fundur. Það átti bara að ákveða hvað ætti að gera við gömlu elhúsáhöldin, hvort einhver vildi eiga þau eða hvort ætti að henda þeim og svo borga í ølkassen. Svo áttum við að fara niður í geymslu og henda öllu því sem enginn kannaðist við.
En svo þegar við vorum að fara að standa á fætur vildi einn strákurinn koma með mál á dagskrá. Það hvort nota eigi ofnahreinsi þegar við þrífum ofnana HVERJA helgi. Hann hélt því fram að þetta væri bölvað eitur og að hann fyndi ofnahreinsi bragð af frönskunum sínum (by the way þá er það það eina sem ég hef séð hann borða síðan ég flutti inn í október). Þá hófust heitar umræður um þetta og það var rætt fram og til baka hvort væri í lagi að nota stundum sápu eða hvað og margar uppástungur komu en engin niðurstaða fékkst.
Svo var drepfyndið þegar annar strákur sem var orðinn ansi pirraður sagði við þann sem kom með málið: ,,bíddu, þú ert búinn að búa hér í 5 ár og þetta hefur alltaf verið svona, hvað varð til þess að þú skyndilega heldur að ofnhreinsirinn sé eitraður?". Hinn gat eiginlega engu svarað en hélt áfram að halda því fram að maður gæti örugglega dáið ef maður búi við þetta í ca 10 ár. Svo eftir að þau voru búin að rífast um þetta í 10 mínútur í viðbót var loksins einn sem sagði að það þýddi ekki að ræða þetta frekar og við yrðum bara að halda okkur við að nota ofnhreinsi.

Ég held ég eigi pínu eftir að sakna køkkenmøde þegar ég flyt.

7 Comments:

  • At 2:05 PM, Anonymous Anonymous said…

    Alveg brilliant!!! Ég hlæ mig máttlausa á að lesa þetta, því þetta könnumst við Ási við frá Ameríkunni, af því að búa á co-opinu. Þar voru alltaf reglulega fundir um hitt og þetta, fundir hófust yfirleitt á eftirfarandi orðum: "first on the agenda is the agenda" !!!

    Kveðjur úr kotinu.Björg

     
  • At 2:30 PM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Já, ég held maður geti ekki skilið þetta nema að hafa upplifað þetta. Það er einn hérna sem meikar ekki þessa fundi og það vill alltaf svo "óheppilega" til að hann þarf að vinna þegar køkkenmøde er, jafnvel þótt það sé fært til.

     
  • At 2:49 AM, Anonymous Anonymous said…

    Maður getur ekki annað en mætt á svona fundi bara til að hlusta á allt liðið og hlæja!

     
  • At 12:34 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hildur
    farðu í úúúúú draugar
    á síðuni minni


    kv.Malla Mús=Klara Malín

     
  • At 12:53 PM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Ég kíki á síðuna þína, vona að ég verði ekki of hrædd!

     
  • At 5:51 AM, Anonymous Anonymous said…

    klikkad lid...

     
  • At 9:06 AM, Blogger Thorgerdur said…

    Køkenmøde... sounds interesting!

    P.s. kíktu á linkinn á bloggsíðunni minni, ferðasaga frá Kenya sem kom í aprílhefti Læknablaðsins :)

     

Post a Comment

<< Home