Hildur í Baunalandi

Wednesday, April 05, 2006

Það er komin vetrartíð...

Páskahretið er komið í DK!
Í gær kom smá haglél out of the blue og í morgun byrjaði að snjóa, og það snjóar enn.


Ég kenni Ragnheiði um þetta! Hún storkaði örlögunum í gær þegar hún fór að tala um að nú sé kominn tími á sandala, og upp úr því hófust miklar umræður um fótsnyrtingu, þurrar iljar og þess háttar sem gæti staðið í veginum fyrir sandalanotkun.
Kannski hafa örlagadísirnar talið að fætur okkar væru svo illa haldnir að við þurfum lengri tíma til koma þeim í stand fyrir sumarið. Ég ætla því að drífa í því að snyrta á mér fæturnar og vona að sólin og góða veðrið komi þá aftur.

13 Comments:

  • At 11:23 AM, Blogger Dis said…

    Það er sniðugt að pæla í þessu...sérstaklega þegar það er snjór úti.
    Hlakka til sumarsins.

     
  • At 2:03 PM, Blogger Hrefna said…

    úff ... ekki tala um fótsnyrtingu og þess háttar!

     
  • At 1:35 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sé að þið þjáist af því sama og við á Íslandi. Er ekki að höndla þetta veður langar svo að sumarið sé komið og ég geti alltaf verið bara á jakka og í þægilegum fötum. Við í vinnunni vorum orðnar bláar hérna í gær vegna kulda þar sem vindáttin var þannig að það blæs inn á einhverjum stað sem enginn veit (greinilega illa einangrað). Minns er sem sagt komin með hálsbólgu. Fyndinst að það ætti að gefa frí þegar það er of kalt út :) En líst vel á að fara að fá sér fótsnyrtingu. Kannski ég geri það bara um helgina!

     
  • At 4:30 AM, Anonymous Anonymous said…

    Fínar tær....;)

     
  • At 5:46 AM, Blogger ErlaHlyns said…

    Það er ekki kominn tímí á vor-snyrtingu hér á Íslandi...

     
  • At 7:44 AM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Já, það er satt! Sandala-season byrjar sennilega ekki fyrr en í júní á Íslandi, glatað!

     
  • At 8:15 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hvad er ad frétta úr baunalandinu??? :)

     
  • At 5:59 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæææææ!!!! Ég hafði ekki hugmynd um þessa síðu, Hildur, hef kíkt reglulega á msn síðuna þína en svo fann ég barasta þessa og gladdist mjög!! Ég er ánægð með að geta kíkt á þig núna! En hey, hvar eru myndirnar??? Minns vill myndir! Hafðu það gott krútta. Vonandi sjáumst við í sumar!

    Knús!
    Bára

     
  • At 6:10 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ok, fann myndirnar:) ehehehe... ;) Það gladdi mig mjög!

     
  • At 4:04 AM, Blogger Thorgerdur said…

    Sælar skvís!
    Gleðilega páska :) Ætlið þið Ranka að hafa páskamat?! ;o

    P.s.Mikið er gott hvað Bára er glöð ;) Hvað er annars að frétta af þér Bára mín?

     
  • At 9:03 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Þorgerður!

    Fínt af mér að frétta takk! Er núna í Írlandi hjá Jóni Grétari. Fer aftur til Wales á sunnudag í mánaðar prófa-og verkefna törn!:/ Svo er ég barasta flutt frá Wales!

    Hvað er að frétta af þér?? Hvar ertu stödd í heiminum?

     
  • At 1:50 AM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Æ, rosalega er gaman að heyra í ykkur Bára og Þorgerður! Og gleðilega páska!!!
    Ég og Hrefna vinkona elduðum páskamat með Ragnheiði. Það heppnaðist mjög vel, vorum með lambalæri frá Nýja Sjálandi og sætar kartöflur og Waldorfsalat og eftirrétt eftir uppskrift Malene Probst, vinkonu Ragnheiðar, sem er rosagóður (ætla að setja uppskriftina á síðuna).
    P.s. ég er komin með SKYPE, og ætla að reyna að muna að logga mig inn:
    hildurfinnbogadottir er nafnið mitt á skype.
    Hvað er ykkar?

     
  • At 6:50 AM, Blogger Thorgerdur said…

    Hæ aftur!
    Gaman að heyra að gengur svona glimmrandi í UK :) Klárar þú námið þá núna í vor?
    Í heiminum er ég stödd á Íslandi, nánar tiltekið við skrifborðið mitt að morkna! Er á 7undu viku af 10! í próflestri fyrir embættisprófin mín í vor :) og útskrift í nánd...

    kv.Þorgerður

    P.s.Skype notandanafnið mitt er bara, thorgerdur

     

Post a Comment

<< Home