Hildur í Baunalandi

Monday, August 21, 2006

Malmö Festivalen...

Þá er alveg hreint frábærri ferð á Malmö Festivalen lokið!
Við skvísurnar Sonja, Þorgerður, Auðbjörg og Ingibjörg skelltum okkur í heimsókn til Bryndísar og Peo í Malmö síðastliðinn þriðjudag. Þar var mikið verzlað og kortin hjá sumum sennilegast komin með þriðja stigs brunasár...nefni engin nöfn! En við gáfum okkur líka tíma í að kíkja í Tívolí í Køben og á föstudags og laugardagskvöld fórum við á Malmö Festivalen sem er ein alsherjar matar- og tónlistarhátíð. Hátíðin byrjaði á föstudaginn með Crayfish áti, eins og sést á myndinni.

Á laugardeginum kíktum við í bæinn og smökkuðum Thailenskan og Indverskan mat. Kíktum svo á tónleika í einhverjum garði, þar sem allir Gotharar Svíþjóðar höfðu greinilega safnast saman...

Er núna komin til Árósa og alvaran tekur "snart" við...

10 Comments:

  • At 1:55 AM, Anonymous Anonymous said…

    Velkomin aftur, gott að þið skemmtuð ykkur vel og létuð kortin finna fyrir því, já og nú tekur alvara lífsins aftur við!!! Good luck ;-)

     
  • At 3:57 AM, Anonymous Anonymous said…

    heheh... var búin ad gleyma ad thú hefdir tekid mynd af theim!! Alltaf naudsynlegt ad hafa gasgrímu á sér... aldrei ad vita hvad gaeti gerst!! ;) Gangi thér nú vel med laerdóminn og reynum nú ad hittast sem fyrst!!
    Knús, BR.

     
  • At 7:27 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ákvað að kíkja á síðuna þína þar sem ég hef ekkert að gera hérna í vinnunni og vitir menn þú búin að setja inn nýja færslu til lukku með það.
    Vissi að ykkur myndi ekki leiðast á Malmö festival...... og áttir þú engan þátt í að brenna kortið eitthvað? hehe.
    Já og svo er Klara með HBS í skóla vissurðu það? Jæja vona að þú verðir voða dugleg með bloggið í vetur betur hahahah er svo fyndin.
    kv. HH

     
  • At 6:42 AM, Anonymous Anonymous said…

    blesssuð...

    takk fyrir síst... bilun! þú varst svo hörð að ég findi mér karlmann.. náðir í þá með valdi eða ýttir þeim á mig eða mér á þá ! hvernig verður þetta næsta ár ? :O

     
  • At 4:53 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ eska!

    Já Palli, við reynum okkar besta, jiminn, við sem vorum búnar góma Pésa litla fyrir þig, hann fílaði þig. Takk kærlega fyrir metnaðarfullt partý. Stal einni gay diskamottu (sorry). Hlakka til að sjá þig í Árósum, já þú kemur til okkar Hildar.
    Love,
    Ragnheiður

    Ps. Hildur! Erum á leið í bæinn, síðasta djamm sumarsins,
    Kveðja, Ragnheiður, Sonja og Þorgerður

     
  • At 11:42 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sælar! Takk fyrir síðast. Nú tekur alvara lífsins við. Hlakka til að sjá þig aftur, vona að það verði ekki of langt þangað til.

     
  • At 4:03 PM, Blogger Thorgerdur said…

    Sælar!
    Gaman að bloggið sé aftur komið í gang :) Ég kem pottþétt í heimsókn, um leið og kortið mitt er búið að jafna sig ;o) hehe...

    puss och kram,
    Þorgerður

     
  • At 4:07 PM, Anonymous Anonymous said…

    Sæl elskan!!
    Það verður gaman að fylgjast með þér á blogginu þínu.
    Er núna í Eyjum að vinna síðustu vikuna mína þar.
    Skólinn byrjar svo á mánudaginn, það verður bara ágætt að komast aftur inn í rútínuna. Eða þar til mig langar aftur í frí!!
    Tíhí maður er aldrei ánægður, þú skilur hvað ég meina

    Kveð í bili og hafðu það gott
    Sonja Rut

     
  • At 4:44 AM, Blogger ErlaHlyns said…

    Hildur! STALSTU glasamottu?? Þvílík ósvífni.

    Gaman að lesa nýja færslu hjá þér. Veru svo dugleg að blogga í vetur.
    Takk fyrir sumarið.

     
  • At 11:54 AM, Blogger Thorgerdur said…

    Njah... neei, þetta skal nú leiðrétt. Hún Hildur okkar stal sko ekki glasamottunni. Það var hún "Fríða fingralanga" sem blundar í ákveðnum aðila, en viðkomandi hefur reyndar nú þegar viðurkennt sekt sína hér á síðunni ;o)

     

Post a Comment

<< Home