Hildur í Baunalandi

Monday, May 08, 2006

Puha...!

Það er víst orðið ansi langt frá síðustu færslu, páskarnir löngu liðnir og sumarið komið. Það er búið að vera mikið að gera undanfarið, bæði í skólanum og heima. Ég er semsagt flutt, loksins!!! Ég verð samt að viðurkenna að ég varð pínu klökk þegar ég yfirgaf Ravnsbjerg Kollegiet, enda var mér farið að þykja hálf vænt um bælið og ég á pínu eftir að sakna fyrrverandi sambýlisfólks míns.



En ég tók gleði mína fljótt aftur og ég er rosalega ánægð með nýju íbúðina og er með æðislegt útsýni (sem er enn flottara á sólardögum):



Já, nú er ég loksins komin í Skejby klíkuna með Ásdísi, Hrefnu og Thelmu ",

10 Comments:

  • At 11:20 PM, Blogger Hrefna said…

    Velkomin í skejby klíkuna, flottustu klíku Árósa og jafnvel Danmerkur. Banditos og Hells Angels blikna bara í samanborið við okkur ;)

     
  • At 12:56 AM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju med ad vera flutt :) Verd ad drífa mig af stad í heimsókn og skoda nýju íbúdina :o) Kemuru e-d heim í sumar??

     
  • At 7:24 AM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Takk fyrir það, þetta er allt annað og nú er ég betur í stakk búin að taka á móti gestum ",

    Ég fer heim 11. júní og verð að vinna til 15. ágúst og fer þá beint á Malmö Festival !!!! ", Hlakka, by the way, rosalega mikið til Malmö Festivals. Ég verð sko ekki veik þetta árið, þó ég sé alveg til í einn sjúss af Morfín hóstasaftinu þínu ;-)

     
  • At 9:49 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ef allt annað bregst ættirðu að skella þér í leiklistina...þú átt skilið Óskarinn fyrir andlitssvipinn!

     
  • At 3:13 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með nýju íbúðina. Hlakka til að sjá þig í sumar;)

     
  • At 9:22 AM, Blogger Dis said…

    velkomin í klíkuna

     
  • At 2:39 PM, Blogger ErlaHlyns said…

    Haha, æðislegur svipur. Ekkert smá sorgmædd ;)

    P.s. Hvar fæ ég svona Morfín hóstasaft? (sjá komment)

     
  • At 11:18 PM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Maður fær Morfín-hóstasaft, ef maður á Psycho yfirmann, sem er líka læknir, og vill ekki að þú missir einn dag úr vinnu. Bryndís vinkona mín á sem sagt svoleiðis yfirmann, og hún fær Morfín hóstasaft ef hún svo mikið sem hnerrar! En þetta kom sér allavega vel á síðasta Malmö festivali, þar sem veikindin mín hurfu sem dögg fyrir sólu eftir einn sjúss af Morfíninu.

     
  • At 4:44 AM, Blogger Palli said…

    jæja.. ólafur bíður "spenntur" að sjá þig aftur ;)

    man þú sagðist alltaf að þú myndaðist illa... en þú afsannaðir það :D

     
  • At 5:16 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hellú dearest gott að þú ert komin á nýjan stað í betra umhverfi! Hlakka ekkert smá til að fá þig heim í sumar..... tíminn líður svo hratt.
    Flott myndin af þér ;)

     

Post a Comment

<< Home