Hildur í Baunalandi

Monday, April 17, 2006

Súkkulaðisæla...

Jæja, þá eru bara nokkrar klukkustundir þar til Páskafríinu líkur og blákaldur raunveruleikinn tekur við!
Þetta er búið að vera ljúft frí, þótt ég hafi reyndar ekki getað farið langt frá bókunum, enda styttist óðum í próf : (
Páskadag eyddi ég með Ragnheiði og Hrefnu. Við borðuðum páskaegg saman og elduðum rosalega góðan mat:
Lambalæri með sveppasósu, sætar og venjulegar kartöflur bakaðar í ofni og Waldorfsalat.

Ég verð nú líka að hafa eina mynd af yours truly:

Þetta rann allt ljúflega niður. Í eftirrétt höfðum við svo jarðaber með sósu eftir uppskrift Malene Probst, vinkonu Ragnheiðar.
Ég mæli eindregið með þessum eftirrétt og læt því uppskriftina fylgja:

Malenes Orgasme

Til en person:
2 spk hytteost
1 spk flormel
1 tsk vaniljesukker
Knivspids kanel
Knivspids revet citronskal

Det hele blendes og servers med jordbær

11 Comments:

  • At 8:51 AM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    Smá þýðing á uppskriftinni:
    spk = matskeiðar
    tsk = teskeiðar
    hytteost = kotasæla

    Maður margfaldar svo hlutföllin bara með fjölda matargesta.

     
  • At 1:21 PM, Anonymous Anonymous said…

    Gleymdi að segja að þetta á að fara í blandara eða matvinnsluvél!

     
  • At 6:52 AM, Blogger Thorgerdur said…

    Hljómar girnó...

     
  • At 3:14 AM, Anonymous Anonymous said…

    Verð að prófa þetta við tækifæri. Annars gleðilegt sumar :)

     
  • At 7:47 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þetta er geðveikt girnó! verð að prófa!!! :)

     
  • At 4:50 AM, Blogger Dis said…

    langt síðan ég hef séð þig sæta.

     
  • At 2:30 PM, Blogger ErlaHlyns said…

    Ásdís segir: Langt síðan ég hef sé þig sæta.
    Ég segi: Þú ert alltaf sæt ;)

    Það gæti þó aldrei verið að ég væri eitthvað að misskilja Ásdísi

     
  • At 4:08 AM, Blogger Dis said…

    lol
    ég var nú að meina að hún væri sæt
    og það væri langt síðan ég hafi séð hana

    ekki að það sé langt síðan ég hef séð hana sæta.

    Fyndið samt

     
  • At 6:36 AM, Blogger Hildur Finnbogadóttir said…

    tja, ég bara fer hjá mér við að lesa þetta ",

     
  • At 1:58 PM, Blogger Thorgerdur said…

    Hvað segirðu sæta, hvernig gengur í prófunum? :o)
    ohhh... er svo sannarlega farin að hlakka til þegar þetta klárast! Styttist óðum í frí, fyllirí og ferðalög :o)

    kv.
    bráðum dr.

     
  • At 5:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hei á ekki að fara að koma með fréttir!

     

Post a Comment

<< Home