Hildur í Baunalandi

Tuesday, May 16, 2006

there is a god...somewhere!

Fann þessa frétt á ruv.is í dag:

Danir framleiða skyr
Skyr er nú framleitt í Danmörku, og verður til sölu í dönskum matvælaverslunum frá og með næstu viku. Skyrið var markaðssett við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í dag. Danska skyrið er framleitt úr danskri mjólk, en unnið samkvæmt íslenskri uppskrift. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, telur það hafa heppnast vel.

Skyrsölunni í Danmörku verður hleypt af stokkunum í matvælaverslununum Irma á Kaupmannahafnarsvæðinu á mánudaginn. Íslenska fyrirtækið Agrice hefur selt uppskriftina til danska mjólkursamlagsins Thise. Poul Pedersen, forstjóri Thise, kveðst bjartsýnn á að skyrið nái vinsældum í Danmörku. Pedersen kveðst búast við því að Thise selji nokkur þúsund mál af skyri á Kaupmannahafnarsvæðinu í viku. Skúli Gunnar Böðvarsson, framkvæmdastjóri Agrice, kveðst bjartsýnn á að skyrið verði vinsælt í Danmörku rétt eins og á Íslandi, þar sem það hefur verið markaðssett sem hollur biti milli mála.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home