Hildur í Baunalandi

Monday, January 09, 2006

nu jæja!

Nú er skólinn kominn á fullt og nóg að gera. Er í kúrs núna sem er eins konar æfing í að vera klínískur sálfræðingur. Við erum 4 í hóp og skiptumst á að vera sálfræðingur, skjólstæðingur eða áhorfandi. Þetta er rosalega skemmtilegt og gagnlegt, en líka erfitt. Ég reyni að tala dönsku en skipti yfir í ensku ef ég get ekki sagt það sem ég vil segja á dönsku. Þær sem eru með mér í hóp eru rosalega fínar og skilningsríkar á tungumálaörðugleikana.
Svo er ég að byrja í dönskukennslu á morgun og mun fara tvisvar í viku.
Annars er ekkert að frétta, er að fara á Køkkenmøde á eftir og ætla svo að kíkja til Hrefnu í næsta húsi og horfa á LOST!

Kveð að sinni,

yours truly,
Hildur

Godag, godag!

Hæ, hó allir saman!
Vegna fjölda áskorana (reyndar bara frá Björgu systur) hef ég ákveðið að byrja að blogga
meðan ég er í DK. Ég er ekki mjög bjartsýn á þetta framtak mitt, en ég mun gera mitt besta.
Allavega hendi ég inn mynd eða tveim.

Yours truly,
Hildur