Hildur í Baunalandi

Sunday, February 26, 2006

Long time no seen...

Jamms, það er orðið ansi langt síðan frá síðustu færslu.
Það er bara ekki svo mikið í fréttum.
Það var næstum því hættuástand
hér í DK út af fuglaflensunni, en það var sem betur fer
false alarm! Mér leist líka ekkert á blikuna þegar ég komst
að því að það var verið að rannsaka hræin í næsta húsi
við fallega skólann minn!

Til hamingju Ísland!


Ég horfði á íslenska Júróvision heima hjá Kötu vinkonu.
Að sjálfsögðu kaus ég Silvíu Nótt, en mér fannst líka
lögin með Ardís Ólöfu og Dísellu mjög flott.
Svo skelltum við okkur í ,,sænskt" partý í Arkitektaskólanum. Það var
rosalega gaman og danskar vinkonur Ragnheiðar höfðu
saumað sér ABBA búninga! Mjög metnaðarfullar!

Annars er ég bara búin að vera í skólanum og í
dönskukennslu tvö kvöld á viku.
Eníveis, skrifa aftur þegar ég hef einhvað að segja.

Yours truly,
Hildur

Thursday, February 09, 2006

Svineriget i øst!


Ég fór í afmælismat til Ragnheiðar í gær og fékk franskar pönnukökur með skinku, hvítlaukssósu og fleiru, mmm rosalega gott! Svo þegar við vorum að fara að fá okkur eftirrétt byrjaði dokumentar á DR1 í sjónvarpinu um Dani sem eru með svínabú í Póllandi og Úkraínu og eru að brjóta fullt af heilbrigðislögum:

"Danske landmænd i udlandet producerer svin med metoder, som dansk landbrug officielt har lovet at holde sig fra på grund af sundhedsrisiko for forbrugerne.
Produktionen sker fra kæmpefarme i Østeuropa, som er etableret med økonomisk støtte fra den danske stat. En del af kødet sendes til Danmark og sælges i danske butikker."

Þeir eru víst að dæla einhverjum lyfjum í svínafóðrið og það getur leitt til þess að þeir sem borða kjötið verði ónæmir fyrir ýmsum sýklalyfjum, til dæmis fyrir lyfi við salmonellu.
Það fór smá ólga um magann á mér þar sem skinkan sem við vorum að renna niður er einmitt framleidd úr kjöti frá þessum svínabóndum!!!

Ég kaupi aldrei aftur skinku frá Coop Extra!

Monday, February 06, 2006

Danger Zone !



Hér er ég í 100 kr úlpunni úr HM fyrir framan Jyllandsposten, sem hefur fengið sprengjuhótanir vegna teikninganna af Múhameð. Jyllandsposten er hinum megin við götuna við Kollegie-ið mitt (Ravnsbjerg). Eins gott að ég er búin að borga af heimilistryggingunni minni í Danske Bank!
Ég ætla svo að reyna að setja inn link á myndaalbúmið mitt svo ég geti sett allar myndirnar mínar inn á bloggið.

Yours truly,
Hildur