Hildur í Baunalandi

Monday, May 22, 2006

mikilvæg tilkynning!

Gemsinn minn er látinn og ég á eftir að kaupa mér heimasíma,
þannig að það er sem sagt ekki hægt að ná í fröken Hildi Finnbogadóttur þessa dagana.

Lifið heil,
kveðja,
Hildur

Tuesday, May 16, 2006

there is a god...somewhere!

Fann þessa frétt á ruv.is í dag:

Danir framleiða skyr
Skyr er nú framleitt í Danmörku, og verður til sölu í dönskum matvælaverslunum frá og með næstu viku. Skyrið var markaðssett við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í dag. Danska skyrið er framleitt úr danskri mjólk, en unnið samkvæmt íslenskri uppskrift. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, telur það hafa heppnast vel.

Skyrsölunni í Danmörku verður hleypt af stokkunum í matvælaverslununum Irma á Kaupmannahafnarsvæðinu á mánudaginn. Íslenska fyrirtækið Agrice hefur selt uppskriftina til danska mjólkursamlagsins Thise. Poul Pedersen, forstjóri Thise, kveðst bjartsýnn á að skyrið nái vinsældum í Danmörku. Pedersen kveðst búast við því að Thise selji nokkur þúsund mál af skyri á Kaupmannahafnarsvæðinu í viku. Skúli Gunnar Böðvarsson, framkvæmdastjóri Agrice, kveðst bjartsýnn á að skyrið verði vinsælt í Danmörku rétt eins og á Íslandi, þar sem það hefur verið markaðssett sem hollur biti milli mála.

Monday, May 08, 2006

Puha...!

Það er víst orðið ansi langt frá síðustu færslu, páskarnir löngu liðnir og sumarið komið. Það er búið að vera mikið að gera undanfarið, bæði í skólanum og heima. Ég er semsagt flutt, loksins!!! Ég verð samt að viðurkenna að ég varð pínu klökk þegar ég yfirgaf Ravnsbjerg Kollegiet, enda var mér farið að þykja hálf vænt um bælið og ég á pínu eftir að sakna fyrrverandi sambýlisfólks míns.



En ég tók gleði mína fljótt aftur og ég er rosalega ánægð með nýju íbúðina og er með æðislegt útsýni (sem er enn flottara á sólardögum):



Já, nú er ég loksins komin í Skejby klíkuna með Ásdísi, Hrefnu og Thelmu ",