Hildur í Baunalandi

Monday, April 17, 2006

Súkkulaðisæla...

Jæja, þá eru bara nokkrar klukkustundir þar til Páskafríinu líkur og blákaldur raunveruleikinn tekur við!
Þetta er búið að vera ljúft frí, þótt ég hafi reyndar ekki getað farið langt frá bókunum, enda styttist óðum í próf : (
Páskadag eyddi ég með Ragnheiði og Hrefnu. Við borðuðum páskaegg saman og elduðum rosalega góðan mat:
Lambalæri með sveppasósu, sætar og venjulegar kartöflur bakaðar í ofni og Waldorfsalat.

Ég verð nú líka að hafa eina mynd af yours truly:

Þetta rann allt ljúflega niður. Í eftirrétt höfðum við svo jarðaber með sósu eftir uppskrift Malene Probst, vinkonu Ragnheiðar.
Ég mæli eindregið með þessum eftirrétt og læt því uppskriftina fylgja:

Malenes Orgasme

Til en person:
2 spk hytteost
1 spk flormel
1 tsk vaniljesukker
Knivspids kanel
Knivspids revet citronskal

Det hele blendes og servers med jordbær

Wednesday, April 05, 2006

Það er komin vetrartíð...

Páskahretið er komið í DK!
Í gær kom smá haglél out of the blue og í morgun byrjaði að snjóa, og það snjóar enn.


Ég kenni Ragnheiði um þetta! Hún storkaði örlögunum í gær þegar hún fór að tala um að nú sé kominn tími á sandala, og upp úr því hófust miklar umræður um fótsnyrtingu, þurrar iljar og þess háttar sem gæti staðið í veginum fyrir sandalanotkun.
Kannski hafa örlagadísirnar talið að fætur okkar væru svo illa haldnir að við þurfum lengri tíma til koma þeim í stand fyrir sumarið. Ég ætla því að drífa í því að snyrta á mér fæturnar og vona að sólin og góða veðrið komi þá aftur.

Monday, April 03, 2006

Var að koma af køkkenmøde, sennilega því síðasta áður en ég flyt. Djöfull er gaman að vera farin að skiilja allt tuðið í liðinu sem ég bý með.
Það er ótrúlegt hvað Danir geta talað mikið um ekkert. Þetta leit út fyrir að vera ofur stuttur fundur. Það átti bara að ákveða hvað ætti að gera við gömlu elhúsáhöldin, hvort einhver vildi eiga þau eða hvort ætti að henda þeim og svo borga í ølkassen. Svo áttum við að fara niður í geymslu og henda öllu því sem enginn kannaðist við.
En svo þegar við vorum að fara að standa á fætur vildi einn strákurinn koma með mál á dagskrá. Það hvort nota eigi ofnahreinsi þegar við þrífum ofnana HVERJA helgi. Hann hélt því fram að þetta væri bölvað eitur og að hann fyndi ofnahreinsi bragð af frönskunum sínum (by the way þá er það það eina sem ég hef séð hann borða síðan ég flutti inn í október). Þá hófust heitar umræður um þetta og það var rætt fram og til baka hvort væri í lagi að nota stundum sápu eða hvað og margar uppástungur komu en engin niðurstaða fékkst.
Svo var drepfyndið þegar annar strákur sem var orðinn ansi pirraður sagði við þann sem kom með málið: ,,bíddu, þú ert búinn að búa hér í 5 ár og þetta hefur alltaf verið svona, hvað varð til þess að þú skyndilega heldur að ofnhreinsirinn sé eitraður?". Hinn gat eiginlega engu svarað en hélt áfram að halda því fram að maður gæti örugglega dáið ef maður búi við þetta í ca 10 ár. Svo eftir að þau voru búin að rífast um þetta í 10 mínútur í viðbót var loksins einn sem sagði að það þýddi ekki að ræða þetta frekar og við yrðum bara að halda okkur við að nota ofnhreinsi.

Ég held ég eigi pínu eftir að sakna køkkenmøde þegar ég flyt.