Hildur í Baunalandi

Thursday, March 30, 2006

1. maí

Hér með tilkynnist að ég er að fara að flytja í maí,

frá Ravnsbjerg í Aarhus Syd:

til Skejbygaard í Aarhus Nord:

Þá verð ég bara í 10 mínútur að hjóla í skólann, í stað 40 mínútna ",
Reyndar verður leiðinlegt að hafa Ragnheiði ekki lengur sem nágranna, en þar sem ég kann svo vel á strætóana sem keyra til hennar, þá losnar hún ekki við mig svo auðveldlega.

P.s. pílan á fyrri myndinni bendir reyndar á íbúðina hennar Hrefnu, og þar með kemst upp um mig að ég stal myndunum af heimasíðu hennar ",

Sunday, March 26, 2006

Júróvísjón lagið á ensku...

Hér er enska útgáfan af Júróvisjón laginu:

  • CONGRATULATIONS
  • Sunday, March 19, 2006

    me and you and everyone we know...

    Ég mæli eindregið með þessari mynd.

  • ME AND YOU AND EVERYONE WE KNOW


  • Ég hef ekki séð svona skemmtilega og frumlega mynd í langan tíma.
    Þeir sem eru í Árósum geta séð hana í "Öst for Paradisen" sem er skemmtilega gamaldags kvikmyndahús. Húsakynnin minna á MR og það er frekar eins og maður sé kominn í leikhús en bíó. Það er til dæmis ekki hægt að kaupa popp og ef þú vilt gos þá færðu það í gleri. Einnig er hægt að kaupa sér bjór eða kaffibolla og smá sælgæti.

    Wednesday, March 15, 2006

    Hovedrengøring... ",

    Ekkert að frétta frekar en fyrri daginn.
    Það var "hovedrengøring" á Kollegie-inu mínu í dag.
    Allt tekið í gegn og þrifið, kaffivélar afkalkaðar, gólfin bónuð, frystar afþýðaðir, og svo videre...!

    Ég átti að þrífa aðra eldavélina og ryksuga sófana. Það var nú lítið mál, þar sem ég þreif sömu eldavél fyrir rúmri viku síðan. Krakkarnir á hæðinni minni eru nefninlega svo mikil hreingerningarfrík að það er eiginlega gerð hovedrengøring í hverri viku. Í hverri viku eru tveir með køkkenvagt og tveir með ovenvagt og allt er tekið í gegn og þrifið vel og vandlega, kaffivélar afkalkaðar, eldavélar og örrarar þrifin, allt skúrað og skrúbbað. Þetta er sko ekki svona á öðrum hæðum á Kollegie-inu!

    Eníveis, vildi bara deila þessum óþarfa upplýsingum með ykkur,

    yours truly,
    Hildur

    Sunday, March 12, 2006

    Fastir liðir eins og venjulega...

    LÍfið gengur sinn vanagang hér í Árósum, læra, borða, sofa, kaffihús...

    ...reyndar var mér og fleirum úr sálfræðinni boðið á föstudaginn að hitta íslenska konsúlinn hér í Árósum og Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í DK. Sendiherrann vildi vita hvað við værum að gera, hvernig okkur líkaði veran hér, hvaða Íslendingafélög væru hér í Árósum og hvort við höfðum yfir einhverju að kvarta. Verð að viðurkenna að ég varð fyrir pínu vonbrigðum með veitingar, var búin að gera mér vonir um að á boðstólnum yrði Nóa Konfekt eða einhvað annað íslenkt, en varð að sætta mig við erlendar veitingar, sem voru reyndar mjög góðar ",
    Í gær fór ég svo með Hrefnu, Ragnheiði, Gumma og Eddu á Walk the Line, myndina um Johnny Cash og June Carter. Mæli með henni!

    Hef ekkert meira að segja í bili,

    Yours truly,
    Hildur