Hildur í Baunalandi

Monday, August 21, 2006

Malmö Festivalen...

Þá er alveg hreint frábærri ferð á Malmö Festivalen lokið!
Við skvísurnar Sonja, Þorgerður, Auðbjörg og Ingibjörg skelltum okkur í heimsókn til Bryndísar og Peo í Malmö síðastliðinn þriðjudag. Þar var mikið verzlað og kortin hjá sumum sennilegast komin með þriðja stigs brunasár...nefni engin nöfn! En við gáfum okkur líka tíma í að kíkja í Tívolí í Køben og á föstudags og laugardagskvöld fórum við á Malmö Festivalen sem er ein alsherjar matar- og tónlistarhátíð. Hátíðin byrjaði á föstudaginn með Crayfish áti, eins og sést á myndinni.

Á laugardeginum kíktum við í bæinn og smökkuðum Thailenskan og Indverskan mat. Kíktum svo á tónleika í einhverjum garði, þar sem allir Gotharar Svíþjóðar höfðu greinilega safnast saman...

Er núna komin til Árósa og alvaran tekur "snart" við...